top of page

Sumarlestur

Við í Bíldudalsskóla erum mjög stolt af því að hafa náð góðum árangri í lestri í vetur. Nemendurnir lesa í skólanum og heima, það sýnir sig á lestrarprófum sem lögð eru fyrir að þessi æfing skiptir miklu máli. Þess vegna hvetjum við alla nemendur til að taka þátt í Sumarlestri Bíldudalsskóla. Þetta er verkefni sem allir nemendur í skólanum vinna saman og markmiðið er að ná 10.000 blaðsíðum samtals. Að lesa yfir sumartímann er ekki síður mikilvægt til þess að viðhalda og bæta lestrarhraðann.

Það sést oft á lestrarprófum sem lögð eru fyrir í september að þeir nemendur sem ekki hafa lesið yfir sumarið missa leshraðann niður og þeir þurfa að vinna sig upp aftur, sem getur tekið allt að heila önn. Við viljum hvetja foreldra og forráðamenn til að hjálpa nemendum að skrá blaðsíðurnar sem þeir lesa inn á "Sumarlestur" í Google Classroom. Hver nemandi á sinn flipa í Excel skjalinu sem fyllt er inní. Þegar skráðar eru inn blaðsíður telur skjalið niður hversu langt við erum frá 10.000 blaðsíðna markmiðinu og hversu margar blaðsíður hafa verið lesnar samtals.

Það er því tilvalið að eiga notalega stund saman og lesa. Inni, úti, í ferðalaginu eða hvar sem er. Sumarlestursdagatal MMS getur verið hluti af þessu verkefni. Foreldrar yngri barna geta skráð inn þær bækur sem lesnar eru fyrir börnin, með því að lesa fyrir nemendur byggist góður grunnur fyrir framtíðar lestrarhesta. Til dæmis eykst orðaforði þeirra og áhugi á bókum getur eflst.

Sumarlestursdagatalið má nálgast í þessum hlekk: https://www.mms.is/sites/mms.is/files/dagatal_mms_sumarlestur2018_0.pdf

Æfingin skapar meistarann!

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page