top of page

Leiðsagnarmat og vaxtar hugarfar

Í Aðalnámskrá grunnskóla segir að leggja skuli áherslu á leiðsagnarmat þar sem nemendur velta reglulega fyrir sér námi sínu með kennurum sínum til að nálgast eigin markmið í náminu og ákveða hvert skuli stefna. Nemendum þarf að vera ljóst hvaða viðmið eru lögð til grundvallar í matinu.

En hvað er leiðsagnarmat?

Kjarninn í leiðsagnarmati (Formative Assessment) er að nemandinn fái (stöðuga) endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um það hvernig hann geti bætt sig (ráðgjöf, leiðsögn) Sjálfsmat og jafningjamat eru mikilvægir þættir í leiðsagnarmati en meginatriði er að nemendur skilji til hvers er af þeim ætlast (skilji markmiðin). Leiðsagnarmat er sem sagt mat sem lagt er fyrir nemendur jafnt og þétt allt námsárið með það að markmiði að nota niðurstöðurnar til að bæta námsárangur og kennslu.

Matið nýtist þannig bæði kennurum og nemendum, kennarinn getur notað niðurstöðurnar til að bæta og ígrunda eigin kennslu og gert sér þannig grein fyrir hvað beri að leggja meiri áherslu á í kennslunni. Nemandinn hefur einnig gagn af leiðsagnarmatinu til að gera sér grein fyrir stöðu sinni í náminu. Leiðsagnarmat er námsmat til að læra af og er skipulagt sem hluti af náminu. Þannig tekur nemandinn sjálfur þátt í eigin námi. Leiðsagnarmat getur verið skriflegt eða munnlegt og kennarinn gefur leiðandi umsögn sem nýtist nemendum við áframhaldandi nám.

Vaxtar hugarfar.

Við erum einnig alltaf að vinna með viðhorf. Allir nemendur geta aukið árangur sinn. Kennarar geta haft veruleg áhrif á námsárangur allra nemenda og greind og hæfni eru bara byrjunarreitir. Nemendur og foreldrar þurfa að gera sér grein fyrir að nám snýst m.a. um að efla heilann.

Við stefnum í þá átt að efla vaxtar hugarfar og vinna okkur frá fastmótuðu hugarfari. Við ræktum hæfileika, við viljum að nemendur hugsi: Ég get þetta ekki ENN í stað þess að hugsa ég get þetta ekki. Að nemendur fagni áskorunum, leiti leiða til að bæta, rannsaki mistök og leiti skýringa. Að þeir líti á endurgjöf sem tækifæri til að læra en ekki sem neikvæða gagnrýni.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page