top of page

Smiðjulok og þorrablót

Í síðustu viku lauk smiðjunum um norræna goðafræði en hún hafði staðið yfir í nokkrar vikur. Elstu nemendur leikskólans komu í grunnskólann og tóku þátt í verkefninu með nemendum. Við upphaf vinnunnar var haldinn kynning fyrir nemendur um norræna goðafræði og horft á teiknimyndina Hetjur Valhallar. Vikuna eftir tók stöðvavinnan við og fóru nemendur á eina stöð í hverri viku. Það sem var í boði var að leira hálsmen og líkneski, útbúa skuggaleikhús, teikna persónu úr norrænni goðafræði og skrifa lýsingu á henni, ásamt því að útbúa þrívíddarlíkan af ask yggdrasil.

Þar sem smiðjulok voru í upphafi þorra var kjörið tækifæri til þess að bjóða foreldrum og forráðamönnum í opið hús. Slegið var upp tvöfaldri veislu, sýningu á verkum nemenda ásamt þorrablóti. Í upphafi sýndu nemendur skólans skuggaleikhúsið, kokkurinn var dansaður við undirleik Jónsa og síðan var haldin sýning á verkum nemenda á meðan fólk gæddi sér á þorramat.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page