top of page

Leika og læra með talningu og tölum.

Í haust hafa nemendur í 1. og 2. bekk talið saman daganna sem þeir hafa verið í skólanum. Nú á dögunum var 100 dögum náð og þá var haldin 100 daga hátíð. Þá fengu nemendur tækifæri til að vinna verkefni sem öll tengdust tölunni 100. Til dæmis að búa til 100-gleraugu, hús með 100 kubbum og skrifa lista með 100 orðum sem gerir þá glaða. Auk þess var boðið uppá myndatöku í forriti sem breytir útlitinu svo það líti út fyrir að einstaklingurinn sé 100 ára.

Hver skóladagur í haust hófst með því að festa límmiða í hnitakerfið okkar. Að því loknu var leikið með tölu dagsins. Tölurnar hafa fullt af tækifærum til að leika sér og kafa enn dýpra í. Við er búin að leika okkur með spurningar eins og: Hvernig er talan skrifuð? Er þetta oddatala eða slétt tala? Erum við viss - er hægt að skipta henni jafn á milli tveggja? Þekkjum við einhvern þar sem þessi tala er samsvarandi aldri viðkomandi? Þekkjum við einhvern sem á svona mörg systkini?

Við erum búin að æfa okkur að telja tíu í einu – við erum sammála því að það er allt í lagi að vera svolítið latur stundum og nota stystu leið í talningu. Það getum við líka gert með því að byrja skipta í tugi og einingar. Við höfum talað um tveggja stafa tölur og sætisgildi – þetta allt eru hugtök sem koma til með að fylgja nemendum í minnsta kosti í gegnum allan grunnskólann.

Partur af leiknum var að útbúa búð. Nemendur er búnir að safna tómum umbúðir, verðleggja þær, flokka og raða í búðahilluna. Við bjuggum til origami peningaveski sem var svo skreytt og fyllt með smávegis af peningum. Mikið líf og fjör var að kaupa í matinn – finna rétta upphæð og reikna afgang. Þá finna nemendur út hvað það er sniðugt að geta talið með tíu í einu: 40 kr. er sama sem fjórir tugir eða fjórir tíkallar!

Það er lögð mikil áhersla á að tengja stærðfræðina við raunveruleikann. Stærðfræði er allt í kringum okkur alla daga. Tölur og stærðir, verð og magn, flokkun og skráningar. Mikilvægt hjá okkur er að nemendur læri hvernig á að nota hugsun sína til að leysa úr hversdagslegum málum. Það hvetur þau til að viðhalda áhuganum.

Einn dagur eftir

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page