Verkefni um mannslíkamann

22.01.2018

 

Nú á dögum lauk yngsta stig skólans þemavinnu um mannslíkamann. 

 

Í upphafi verkefnisins voru skoðuð þau hæfniviðmið sem stefnt var að með þemanu og út frá þeim ákveðin verkefni. Þau eru skráð í lotu inná Mentor.is og við lok verkefnisins eru þau metin þar inná. Meðal hæfniviðmiða sem unnið var með eru: 

 

- Útskýrt á einfaldan hátt byggingu og starfsemi mannslíkamans, 

- Notað einföld hugtök í náttúruvísindum í textaskrifum, 

- Hlustað á og rætt hugmyndir annarra. 

- Sagt frá sjálfum sér með hliðsjón af búsetu, uppruna, fjölskyldu, siðum og venjum. 

 

Vinnan tengd þessu þema var öll unnin í hópavinnu, með samvinnunni er unnið með hæfniviðmið úr samfélagsgreinum: 

 

- Tekið þátt í samstarfi og samræðu í jafningjahópi

- Hlustað á og greint að, ólíkar skoðanir, 

- Sýnt tillitssemi og viðringu í samskiptum og samvinnu við aðra, 

- Sýnt tillitssemi og umhyggju í leik og starfi.

 

Nú þegar hópavinnu verið bætt markvisst í skólastarfið á yngsta stigi og er gaman að sjá hvað nemendur eru fljótir að tileinka sér nýja kennsluhætti.  Í myndunum sem fylgja fréttinni má sjá sýnishorn af verkefnum sem voru unnin í tengslum við mannslíkamann. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um þau. 

 

 

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Flokkun
Please reload

Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is