top of page

Bíldudalsskóli hlýtur styrk


Bíldudalsskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur, samtals um sex og hálf milljón króna að virði fyrir árið 2017.

Styrkurinn sem Bíldudalsskóli fékk felst í þjálfun kennara í forritun að verðmæti allt að 100.000 kr. Auk þess sem skólinn fær afhentar 10 tölvur frá sjóðnum að andvirði 650.000 kr.

Bíldudalsskóli þakkar Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir styrkinn sem er afar góð viðbót við þann tölvukost sem fyrir er í skólanum og ekki síst fyrir áframhaldandi innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfi Bíldudalsskóla. Hafist verður handa við að fá þjálfun í forritun svo fljótt sem auðið er og forritun fléttist inn í skólastarfið strax á vorönn. Upplýsingatækni í Bíldudalsskóla fléttast inn í daglegt skólastarf og styður við þekkingu, leikni og hæfni nemenda.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page