Desember mánuður
Í desember skapast fjölmörg tækifæri til þess að bregða útaf hinu hefðbundna skólastarfi og nálgast hæfniviðmið Aðalnámskrár með enn fjölbreyttari hætti. Þar sem nemendur læra í gegnum leikinn, án þess raun að gera sér grein fyrir að nám eigi sér stað.
Í byrjun mánaðarins voru settar upp hurðaskreytingar á stofur skólans. Ákveðið var að setja upp skreytingarnar snemma í ár svo hægt væri að njóta þeirra á aðventunni. Nemendur fylgja verkefninu frá hugmynd að lokaafurð. Með slíku verkefni þjálfast nemendur í að vinna í hóp, beita skapandi og gagnrýnni hugsun, skipta á milli sín verkum og skapa myndverk með ýmsum tilgangi með margvíslegum aðferðum.
Um miðjan mánuðinn voru settir upp jólapóstkassar og hafist handa við að skrifa jólakort til samnemenda sinna. Sú verkefnavinna bíður uppá fjölmargar námslegar áskoranir. Nemendur þjálfast í skrift og ritun, að semja texta frá eigin brjósti auk þess að velja og skrifa mismunandi textagerði sem hæfa viðkomandi verki. Við kortagerðina sköpuðust líflegar umræður um hvað ætti að skrifa í kortin, hvernig þetta og hitt sé skrifað. Skrifa ég til Jóhanna eða Jóhönnu o.s.frv. ´
Desember veitir auk þess tækifæri til þess að auka orðaforða. Á veggjum skólans var jólapakki og snjókarl sem nemendur skrifuðu á vetrar- og jólaorð. Markmiðið með því að er hvetja nemendur til skapandi hugsunar og efla orðaforða þeirra. Í ensku á miðdeildinni var spilað jólabingó, sem eflir enskan orðaforða þeirra. Miðstigið vann verkefni á dönsku um jólasveinanna og unnu orðaforðaverkefni með jóla orðum. Ritunarverkefni tengdust jólunum, yngsta stig skólans vann t.d. jólasögur inná Google Docs. Þar sem m.a. hæfniviðmið í íslensku og upplýsingatækni vinna saman.
Með verkefnunum sem nefnd hafa verið hér að ofan er auk þess verið að vinna með lykilhæfni Aðalnámskrár.