top of page

Skapandi skólastarf

Bíldudalsskóli leggur áherslu á skapandi skólastarf. Ástæðan fyrir því er sú að við þurfum á listum og menningu að halda til að spegla okkur í, átta okkur á okkur sjálfum og skilja hvert annað betur. Við þurfum á sköpun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og til að ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Í sköpun liggur kraftur sem er ekki einungis afar þýðingarmikill fyrir einstaklinginn sjálfan heldur einnig samfélagið í heild. Með því að auka veg sköpunar í skólastarfi stuðlum við að fjölbreyttu og kraftmiklu skólastarfi og búum nemendur undir að takast á við framtíð sem er óráðin og flókin en full af ókönnuðum og spennandi möguleikum. Með því að læra á skapandi hátt verður líka allt svo miklu skemmtilegra.

Stærðfræði sett fram á sjónrænan hátt. Stærðfræðidæmi og útskýringar á göngum skólans. Allir mega spreyta sig.

Nemandi í náttúrufræði. Nemendur teikna bein og líffæri til að átta sig á líkamsgerð mannsins.

Eflum orðaforðann. Þessi skemmtilegi snjókarl bauð nemendum að skrifa á sig orð sem tengjast vetrinum.

Það er betra að átta sig á og skilja merkingu málshátta og orðtaka með því að teikna þá.

Við vitum alveg hvað við erum búin að lesa margar bækur í skólanum og í heimalestri. Þegar nemendur klára bók fá þeir bókamiða til að setja í bókahilluna. Á bókinni stendur hvað bókin heitir og hvað hún er margar blaðsíður. Það er hvetjandi fyrir nemendur að sjá bókahilluna fyllast.

Þetta eru bara nokkur dæmi af því skapandi starfi sem fer fram í skólanum. Við notum líka upplýsingatækni til að skapa, tónlist, leik og söng og allt sem okkur dettur í hug til að miðla þekkingu og koma henni til skila. Skapandi skóli er góður skóli.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page