top of page

Hópvinnubrögð

Líkt og nafnið gefur til kynna er um að ræða aðferð sem einstaklingar tileinka sér til þess að leysa viðfangsefni sameiginlega í hópum. Undir hópvinnubrögð koma ýmsar aðrar kennsluaðferðir.

Nú í haust hefur verið lögð áhersla á hópvinnubrögð í samfélags- og náttúrufræði hjá yngsta stigi skólans. Að vinna markvisst og vikulega í hópavinnubrögðum er nýtt fyrir nemendum en nemendur hafa tekið þessari nýjung vel og verið fljótir að þjálfast í breyttum kennsluháttum.

Unnið er með ákveðin þemu í 6 – 8 vikur þar sem nemendum er skipt upp í hópa, þvert á árganga. Þar reynir á nemendur á hinum ýmsu sviðum, m.a. leita lausna saman, rökræða, komast að niðurstöðu, útfæra og deila verkum. Við upphaf verkefnisins var nemendur gerð grein fyrir mikilvægi þess að geta unnið saman og hvers vegna þessi vinnubrögð eru valin frekar en önnur. Þessa daganna er unnið að verkefni um mannslíkamann.

Með hópastarfi er auk þess verið að vinna að lykilhæfni í grunnskóla sem sett er fram í Aðalnámskrá grunnskóla en unnið er að því að innleiða hana í skólanum. Hópavinna nær einnig til hæfniviðmiða, m.a. þau sem fela í sér að vinna sameiginlega að lausn.

Ótal rök eru fyrir því að leggja áherslu á hópvinnu í skólastarfi. Þar gefst nemendum tækifæri til þess að nota styrkleika sína, spreyta sig á mismunandi hlutverkum og finna verkefni við hæfi. Nemendur þjálfast í lýðræðislegum samskiptum auk þess að stuðla að jákvæðum viðhorfum til annarra og styrkja félagslega stöðu innan hópsins. Í hópavinnu þarf auk þess að taka tillit til annarra og skoðana þeirra sem hefur mikið uppeldisgildi.

Ingvar Sigurgeirsson, (2013), Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page