top of page

Forvarnardagur gegn einelti

8. nóvember ár hvert fer fram forvarnardagur gegn einelti. Skóladagurinn var því tileinkaður þessum degi, líkt og undanfarin ár hafa allir nemendur í skólanum unnið að sameiginlegu verkefni. Að þessu sinni var unnið verkefni sem ber yfirskriftina "Við höfum öll sama MARK-mið". Hver nemandi fékk útprentaðan fótbolta og á hann skrifað markmið hvernig við viljum hafa skólastarfið.

Að þessu verkefni loknu fóru nemendur með sínum umsjónarkennara og unnu verkefni sem fólst í því að skrifa eitt jákvætt um hvern bekkjarfélaga.

Þrátt fyrir að deginum sé lokið er þetta viðfangsefni sem unnið er með allt skólaárið. Við erum dugleg að rifja upp hvernig á að umgangast aðra af virðingu.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page