top of page

Starfsdagurinn 6. nóvember


Starfsdagurinn 6. nóvember var vel nýttur í Bíldudalsskóla en starfsfólk leik- og grunnskólanum eyddu deginum saman. Dagskráin saman stóð af starfsmannafundi, leshring, hlutbundinni vinnu og fyrirlestri. Þema dagsins var Uppbyggingarstefnan en Bíldudalsskóli hefur unnið með stefnuna undanfarin ár og innleiðing hófst á leikskólanum Tjarnarbrekku í haust. Starfsfólk vann þarfagreiningu, lásu greinar og lærðu um grunn þessarar frábæru stefnu. Jóna Benediktsdóttir settur skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði var með fyrirlestur um stefnuna og hugmyndafræði hennar. Markmið okkar er að fá foreldra á fræðslufund um Uppbyggingarstefnuna en góður árangur næst ef allt skólasamfélagið vinnur að sama markmiði og sé samstíga, börnunum til heilla. Þessi dagur var mjög fræðandi og árangursríkur.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page