Starfsdagurinn 6. nóvember

Starfsdagurinn 6. nóvember var vel nýttur í Bíldudalsskóla en starfsfólk leik- og grunnskólanum eyddu deginum saman. Dagskráin saman stóð af starfsmannafundi, leshring, hlutbundinni vinnu og fyrirlestri. Þema dagsins var Uppbyggingarstefnan en Bíldudalsskóli hefur unnið með stefnuna undanfarin ár og innleiðing hófst á leikskólanum Tjarnarbrekku í haust. Starfsfólk vann þarfagreiningu, lásu greinar og lærðu um grunn þessarar frábæru stefnu. Jóna Benediktsdóttir settur skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði var með fyrirlestur um stefnuna og hugmyndafræði hennar. Markmið okkar er að fá foreldra á fræðslufund um Uppbyggingarstefnuna en góður árangur næst ef allt skólasamfélagið vinnur að sama markmiði og sé samstíga, börnunum til heilla. Þessi dagur var mjög fræðandi og árangursríkur.