top of page

Eldfjallasérfræðingar

Nemendur í 1. - 4. bekk í Bíldudalsskóla eru búin að vinna fjölbreytt og skemmtilegt verkefni í samfélags- og náttúrufræði síðustu 6 vikurnar. Þemað var eldfjöll/eldgos. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga og má meðal annars nefna mjög fjöruga umræðutíma, vatnslitamálverk af eldfjöllum, orðaforðaeldfjöll, sögugerð, uppbygging jarðar úr pappa, myndverk um eldgos séð úr geimnum, varúðarskilti og flóttaleiðir, upplýsingar inn á Íslandskort og margt fleira. Að lokum útbjuggu nemendahóparnir fjögur eldfjöll úr pappamassa sem gusu á lokadegi við mikinn fögnuð. Markmiðið var að gera samanburð á annars vegar sprengigosi (coke-light og mentos) og svo hraungosi (edik og matarsódi). Sprengigosið gekk ekki eins vel og við ætluðum og gaus það ekki neitt. Hraungosið gekk betur og gusu öll eldgosin með þeim hætti. Frábært verkefni þar sem nemendur voru mjög áhugasamir og unnu vel.

Á lokadegi verkefnisins fengu allir nemendur skírteini með nafninu sínu sem hengja má á töskuna sína þar sem á stendur: Þú ert frábær og þú ert sérfræðingur í eldfjöllum.

Við undirbúning á þessu verkefni skoðuðum við hæfniviðmiðin úr aðalnámskránni sem og lykilhæfnina og reyndum að skipuleggja verkefnin út frá þeim. Við lögðum áherslu á hópavinnu þvert á árganga sem gekk mjög vel og samþættingu námsgreina.

StartFragment

EndFragment

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page