top of page

Að teikna stærðfræðina

Mikið er það skemmtilegt að fá nýjungar inn í skólann. Í ágúst byrjuðu hvorki meira né minna en fimm flottir krakkar í 1.bekk. Þau komu spennt og tilbúin, en vissu á sjálfsögðu ekki hvernig lífið í skólanum myndi verða. Til að stökkið frá leikskólanum yfir í skólann verði sem minnst, er mitt verkefni sem kennari að mæta þessum börnum á þeirra forsendum og undirbúa kennslu sem byggir á reynslunni og kunnáttunni sem þau nú þegar eru með. Við þurfum saman að byggja upp verkfærabanka af hugtökum og smátt og smátt læra skólatungumálið.

Til þess að nálgast stærðfræðina höfum við, í byrjun skólaársins, notað teikningar og sögur þar sem tölur, fjöldi, mismunur, stærðir og fleira eru í aðalhlutverkum. Við notum teikningar, tákn og talað mál þar sem það er tungumál sem allir skilja. Þar af leiðandi höfum við ekki mikið unnið í vinnubókum af því þar eru fyrirmælin svo oft gefin upp í skrifuðum texta. Það hefur sýnt sig að þar sem texti kemur fyrir verða nemendur óöruggir og þurfa hjálp til að skilja hvað þeir eiga að gera. Með að teikna sjálfir og útskýra eigin hugsanir verða nemendur sjálfstæðir í vinnubrögðum og meistarar í eigin verkefnum. Þeir byggja hugsunina sína á þeim skilningi sem þeir nú þegar búa yfir. Þetta tryggir að nemendur sjálfvirkt brúi bilið á milli þess sem þeir kunna og það sem þeir eru að læra.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page