top of page

Smiðjur

Í Bíldudalsskóla er unnið í smiðjum tvær kennslustundir í viku. Hver smiðja stendur yfir í sex vikur og ákveðið þema er tekið fyrir. Núna eru nemendur að vinna með þemað: H.C. Andersen. Leikskólinn er að vinna með söguna um Litla ljóta andarungann, yngsta stigið er að vinna verkefni um Eldfærin, miðstigið vinnur með söguna Prinsessan á bauninni og unglingastigið einbeitir sér að sögunni um Litlu hafmeyjuna.

Þegar það er unnið í smiðjum geta kennarar samþætt námsgreinar. Til dæmis erum við núna að vinna með ritun, bókmenntir, læsi, list og verkgreinar, upplýsingatækni og sögu og lykilhæfnin blandast inn í allt nám. Þegar unnið er með þema í hópavinnu reynir á sjálfstæði og samvinnu, nýtingu miðla og upplýsinga, á skapandi og gagnrýna hugsun, á tjáningu og miðlun, á ábyrgð og mat á eigin námi.

Nemendur þurfa að nota skapandi hugsun til að koma þekkingu sinni og leikni á framfæri.

Við lok hvers þema verður foreldrum og öðrum aðstandendum boðið í heimsókn og nemendur fá að sýna og kynna sín verkefni.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page