top of page

Lestrarkennsla


Í lestrarkennslu í Bíldudalsskóla er notast við orða- og hljóðaaðferðina.

Grundvallaratriði hljóðaaðferðarinnar eru að nemendur skilji að bókstafirnir tákna hljóð orðanna í talmálinu.

Í því felst að fyrst eru stafirnir lagðir inn í svokallaðri stafainnlögn eða á stafhljóðasigi. Þar er unnið með stafinn, sögð stutt saga þar sem stafurinn kemur oft fyrir, fundið út orð sem innihalda stafinn og unnið með hann í vinnubók. Þegar stafirnir hafa verið kenndir eru þeir látnir mynda heildir s.s. atkvæði, orð og setningar.

Þó ekki sé búið að leggja inn alla stafina þá er gjarnan bætt við heilum orðum og þau kennd heil, það eru orð eins og t.d. ég, sagði, ekki, vil o.s.frv.

Heimildir:

Indriði Gíslason og Guðmundur B. Kristmundsson. (1993). Lestur – mál. Reykjavík: Iðunn.

Steinunn Torfadóttir. (e.d.). Hljóðaaðferð. Sótt af: http://lesvefurinn.hi.is/hljodaadferd

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page