List fyrir alla

13.09.2017

 

 

 

 

List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.

Stefnt er að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista. Nemendur kynnast fjölbreytni listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum.

Á þennan hátt er menningarframboð aukið enn frekar og stuðlað að samstarfi listamanna og listahópa með börnum og ungmennum landsins þar sem gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi.

Listviðburðirnir skulu í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.

Leitast er við að gera allar listgreinar sýnilegar innan verkefnisins eins og kostur er.

List fyrir alla er  á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis

 

Gull og grjót á skólalóðinni er verkefni sem snýst um að fá innsýn í heim arkitekta og hönnuða um það hvernig manngert umhverfi hefur áhrif á okkur.  Hvort sem við áttum okkur á því eða ekki og hversu nauðsynlegt það er öllum að það sé bæði listrænt, fallegt og gott að vera í.  Verkefnið spannar einn skóladag þar sem nemendur kynnast því að vinna með form og með rými, efni og list þannig að sem flestum líði vel. Nemendur kanna og leggja mat á skólalóðina sína í þeim tilgangi að greina gæði hennar og galla, og velta upp hugmyndum um mögulegar umbætur sem hægt væri að ráðast í.

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Flokkun
Please reload

Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is