top of page

Niðurstöður lesfimiprófa 2016-2017


Samantekt á niðurstöðum úr lesfimiprófun í Bíldudalsskóla má finna á heimasíðu Bíldudalsskóla undir flipanum sjálfsmat eða hérna . Lesfimiprófin eru lögð fyrir í september, janúar og maí ár hvert en þau voru í fyrsta skipti lögð fyrir haustið 2016. Gert er ráð fyrir að allir nemendur Bíldudalsskóla þreyti prófin þrjú en niðurstaða prófanna birtist inn á svokallaðri skólagátt þar sem hægt er að sjá stöðu skólans. Við sjáum stighækkandi mun á nemendum en þar sem þetta var fyrsta árið sem prófin eru lögð fyrir er ekki komin mikil reynsla af þeim en þau lofa góðu. Markmið fyrir næsta skólaár er að fjölga nemendum sem ná 90% viðmiðum í september, sjá 25% viðmið í janúar og fjölga 50% og 25% viðmiðunum í maí.

Foreldrar eru hvattir til að láta börn sín halda áfram að lesa yfir sumarið. Það er gríðarlega mikilvægt að viðhalda lestri yfir sumartímann fyrir lestrarþroska og námsframvindu. Rannsóknir sýna:

  • Að lestrarfærni barna hrakar í sumarfríinu.

  • Að börnum, sem eiga erfiðast með lestur, fer mest aftur í lestrarfærni yfir sumartímann.

  • Að á einu skólaári getur afturför endurspeglað allt að þriggja mánaða mun á lestrarfærni milli nemenda.

  • Að í fyrstu sex bekkjunum getur þessi munur endurspeglað allt að eitt og hálft ár af lestrarfærni, einungis af völdum minnkandi lesturs yfir sumarmánuðina.

Minnum á læsisdagatal sumarlesturs sem hægt er að hlaða niður hér.


EndFragment

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page