Hreinn bær = Glöð börn
Í dag, síðasta skóladaginn lögðu nemendur í 1.-4. bekkur lokahönd á umhverfisverkefnið sitt. Unnið var í samvinnu við Vesturbyggð og er núna búið að hengja upp skilti á nokkrum stöðum í þorpinu okkar þar sem stendur „Hreinn bær = Glöð börn“.
Nemendur vilja hvetja íbúa og ferðafólk til að vinna saman og halda Bíldudal hreinum, því útbjuggu nemendur skiltin á fjórum tungumálum; spænsku, pólsku, ensku og íslensku.
Við viljum þakka Elena og Bozena fyrir að hjálpa okkur að þýða á tungumálin og Hlyni og Elfari Steini frá Vesturbyggð fyrir aðstoðina við að setja þau upp.


