top of page

Útistund í góða veðrinu

Yngsta stig skólans hefur nýtt veðurblíðuna undanfarið og skólastarfið farið fram utandyra. Á föstudaginn hjóluðu nemendur fram að Litlu Eyri í síðustu fuglaskoðun vorsins. Fjöldi farfugla hafði bæst í hópinn og nokkrir þeirra búnir að verpa.

Í dag fóru nemendur í ratleik. Í leiknum voru allar námsgreinar samþættar, nemendum var skipt í lið og fékk hvert lið spjaldtölvu til nota. Búið var að dreifa QR kóðum um skólalóðina sem þeir áttu að skanna með tölvunni til þess að fá upp fyrirmæli. Lausnina tóku þeir upp á myndskeið.

Því næst var farið í að útbúa skilti á ýmsum tungumálum þar sem fólk er vakið til umhugsunar um mikilvægi hreinlætis í umhverfinu.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page