top of page

Brúum bilið - uppskeruhátíð

Í dag komu elstu nemendur leikskólans í sína síðustu skólaheimsókn. Dagurinn byrjaði á því að nemendur í 4. bekk mættu eldsnemma til þess að útbúa morgunverð fyrir samnemendur sína, boðið var uppá amerískar pönnukökur, eggjabrauð, ávexti og safa.

Að morgunverð loknum fóru nemendur í ratleik um skólann þar sem átti að leysa ýmsar þrautir, m.a. telja peninga, skoða býflugu í smásjá og ráða gátu.

Við þökkum skólahóp leikskólans fyrir frábærar heimsóknir í vetur og hlökkum til að fá ykkur til okkar í haust.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page