Við viljum hafa hreinan sjó!
1.-4.bekkur í Bíldudalsskóla vinnur nú að verkefni í lífsleikni þar sem er unnið með umhverfið okkar og hvernig megi stuðla að því að minna rusl lendi sjónum. Nemendur vita að vindur og rigning tekur rusl úr umhverfinu með sér út á hafið. Því fóru nemendur í dag að safna rusli sem mátti finna í kringum skólann.
Plastsorp í sjónum er eitt af stærstu umhverfisvandamálum heimsins. Fuglar, fiskar, skjaldbökur, hvalir og aðrar lífverur eru hættu vegna þess. Líffræðingar útum allan heim óska eftir hjálp þar plast er að finnast í látnum lífverum. Okkar markmið er að hjálpa þeim.
Á tíu mínútum safnaðist allt það rusl sem myndirnar sýna. Sem er einungis brot af því sem er að finna í litla þorpinu okkar!