Útikennsla - Brúum bilið
Nemendur skólahóps leikskólans komu í sína vikulegu heimsókn í morgun. Voru hin ýmsu verkefni unnin utandyra að þessu sinni, m.a. var farið í parís, skoðaðar kóngulær í smásjá, lesið bækur úti og myndaðir stafir og form úr steinum.
Markmið verkefnisins er, m.a. að:
- Efla tengsl milli skólastiga
- Nemendur öðlist betri félagsfærni
- Að nemendur komist í kynni við náttúruna í nærumhverfi sínu
- Nemendur vinni að verkefnum í fjölbreyttu námsumhverfi