top of page

Skólabúðir Reykjaskóla

7. bekkur fór í skólabúðir Reykjaskóla vikuna 24.-28. apríl.

Það er óhætt að segja að nemendur hafi skemmt sér afskaplega vel og var ferðin vel heppnuð.

Markmið skólabúðanna eru:

- að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda - að auka félagslega aðlögun nemenda - að þroska sjálfstæði nemenda - að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni - að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta - að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu - að auka athyglisgáfu nemenda

Eitt af markmiðum skólabúðanna er að venja nemendur við að búa fjarri foreldrahúsum, sofa á ókunnum stað, sjá um sig, hafa reglu á fötum og farangri sínum og hirða herbergið sitt. Við þetta njóta nemendur tilsagnar kennara síns og starfsfólks skólabúðanna.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page