Fuglaskoðunarfrétt
Yngsta stigið fór í vettvangsferð.
Olea Kristiansdóttir nemandi í 4. bekk skrifaði frétt úr ferðinni.
Í dag 3. maí fórum við í 1. - 4. bekk aftur í fuglaskoðun. Það var mjög mikið rusl og drasl í fjörunni. Við fundum gamalt stýri og hreiðrið sem við fundum var skemmt. Við höldum að sjórinn hafi tekið það þegar kom flóð. Við fundum líka fuglabein og tönn.
Þegar við komum inn skoðuðum við muninn á fjölda fugla núna og síðast.