Fuglaskoðun
Í dag fóru nemendur á yngsta stigi í fyrstu fuglaskoðununa. Á meðan verkefnið stendur yfir ætla nemendur að halda dagbók sem verður birt hér á heimasíðunni.
Fyrstu færsluna skrifaði Sverrir Elí nemandi í 4. bekk.
Miðvikudagur 26. apríl 2017
Í dag fórum við í 1. - 4. bekk í fuglaskoðun. Þar var margt að sjá, fundum 3 egg í hreiðri niðri í fjöru, þetta voru egg sem tjaldurinn átti. Það verður gaman að fylgjast með hreiðrinu næstu vikurnar. Við sáum líka æðarfugl og máfager.
Næstu vikur ætlum við að fara út reglulega að fylgjast með fuglunum og lífinu í umhverfinu og munum skiptast á að setja inn fréttir hér á heimasíðuna.