top of page

Þemaverkefni um fugla

Nemendur á yngsta stigi skólans vinna nú að þemaverkefni um fugla. Markmiðið með því er að nemendur þekki algengustu tegundir fugla í umhverfinu, búsvæði þeirra, lifnaðarhætti og fæðu. Í síðustu viku útbjuggu nemendur fuglahús, veðurblíðan í dag var nýtt til þess að hengja þau upp í skóginum bakvið skólann. Mikil spenna er hjá nemendum hvort fuglarnir láti sjá sig.

Á miðvikudaginn er á dagskrá vettvangsferð, þar sem á að skoða fuglanna í nærumhverfinu. Næstu þrjár vikur verður haldið áfram að kíkja reglulega út í náttúruna og fylgjast með gróðrinum lifna við og farfuglunum mæta á svæðið.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page