Árshátíð
Næst á dagskrá sýndu 1.-4. bekkur brot úr ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Nemendur sungu og dönsuðu af hjartans list við mikinn fögnuð áhorfenda. Lokaatriðið var leiksýninginn Út í kött! Kvæði eftir Roald Dahl í þýðingu Benóný Ægissonar í flutningi nemenda 5.-10. bekkjar. Nemendur fóru á kostum og sýndu stórleik á sviðinu enda ákaft fagnað í lokin.
Kvöldinu lauk svo með kaffiveitingum í boðið foreldrafélagsins þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir áttu góða samveru stund.
Bíldudalsskóli þakkar öllum sem komu kærlega fyrir, foreldrafélaginu, starfsfólki og öðrum aðstandendum skólans fyrir sitt framlag.