top of page

Árshátíð

Bíldudalsskóli hélt sína árlegu árshátíð í gærkvöldi með hátíðarbrag, það var margt um manninn enda afar metnaðarfull dagskrá í boði. Hátíðin hófst á ljóðaflutningi 1.-4. bekkjar þar sem þau fluttu ljóð eftir ýmsa íslenska höfunda, frumsamin ljóð og á á tveimur tungumálum. Þá næst fluttu fulltrúar nemenda í 10. bekk annál þar sem farið var yfir það helsta sem hefur verið gert í vetur og í kjölfarið spilaði Pálmi Snær Jónsson undurfagurt lag á gítar.

Næst á dagskrá sýndu 1.-4. bekkur brot úr ávaxtakörfunni eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur. Nemendur sungu og dönsuðu af hjartans list við mikinn fögnuð áhorfenda. Lokaatriðið var leiksýninginn Út í kött! Kvæði eftir Roald Dahl í þýðingu Benóný Ægissonar í flutningi nemenda 5.-10. bekkjar. Nemendur fóru á kostum og sýndu stórleik á sviðinu enda ákaft fagnað í lokin.

Kvöldinu lauk svo með kaffiveitingum í boðið foreldrafélagsins þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir áttu góða samveru stund.

Bíldudalsskóli þakkar öllum sem komu kærlega fyrir, foreldrafélaginu, starfsfólki og öðrum aðstandendum skólans fyrir sitt framlag.

Hér má finna leikskrá fyrir Árshátíð 2017.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page