top of page

Tónmennt og mannkynssaga

Miðdeildin í Bíldudalsskóla hefur síðustu vikurnar kynnt sér hvernig tónlist og sönghefð eru mikilvægur partur af heimssögunni. Sjónum hefur verið beint að þrælasölunni sem var frá Afríku yfir til Bandaríkjanna frá ca. 1500 til 1865. Í 500 ár hefur afrísk-amerísk tónlistarmenning þróast. Hefðir, menning, trúarbrögð og lífstílsbreytingar hafa haft mikil áhrif og lagt grunninn að nýju tónlistarsviði og sönghefðum.

Til þess að ná því markmiði að nemendur skilji samþættingu tíma, hefðar og tónlistar hafa verið lesnar bækur, horft á stutt myndbönd, hlustað á mismunandi tegundir og tjáningu á tónlist og einnig hafa nemendur sungið sjálfir. Með því að nálgast viðfangsefnið á fjölbreyttan hátt gefst nemendum tækifæri á að íhuga efnið og á sama tíma fá þeir þjálfun í að lesa í samhengi mismunandi heimilda.

Það er mikilvægt að kenna samhengi milli ólíkra námsviða og vekja athygli á því hvernig hlutir geta tengst saman. Markmiðið er að nemendur læri að lesa úr mismunandi heimildum og viði þannig að sér þekkingu úr mismunandi áttum. Nemendur öðlast skilning á því hvernig atburðir sem gerðust fyrir löngu hafa áhrif á okkur í nútímanum. Nemendur sjá sjálfan sig í heiminum og heiminn í sjálfum sér.

Það er hægt að nota tónlistina til að læra um þrælasölu og jafnframt getur maður notað söguna um þrælasöluna til að læra eitthvað um hvernig tónlistarsagan hefur þróast. Miðdeildin notaði tónlist sem grunn þegar fylgt var tímalínu og sögu þrælanna frá Afríku til Bandaríkjanna. Með því að gera það öðluðust nemendur skilning á því hvernig atburðir mannkynssögunnar hafa haft áhrif á þróun tónlistarinnar.

Hæfniviðmið frá Aðalnámskrá: Að nemandi geta: greint og útskýrt samhengi tónlistar og ólík tónlistarstílbrigði og tengt við þá menningu sem hann er sprottin úr (Aðalnámskrá s.151).

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page