top of page

Bókmenntir gleðja

Nemendur í miðdeild lesa nú bókina Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson. Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992.

Íslenskur menningararfur er að verulegu leyti bundinn bókum og þess vegna kynnast nemendur honum best með lestri ýmiss konar bókmennta. Í bókmenntum finna ungir lesendur fyrirmyndir og geta sett sig í spor persóna. Þannig getur bókmenntakennsla í skólum stuðlað að sterkri sjálfsmynd nemenda og kennt þeim umburðarlyndi í garð ólíkra menningarsamfélaga og minnihlutahópa.

Lestur bóka stuðlar líka að aukinni færni í lestri, eykur lesskilning og hjálpar til við að efla orðaforða. Síðast en ekki síst þá er gaman að lesa. Bókmenntir gleðja.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page