top of page

Kennarar á forritunarnámskeiði

Í dag fóru tveir kennarar Bíldudalsskóla á grunnnámskeið í forritun. Þar fengu þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun. Markmið námskeiðsins er

að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum sem forritunarkennsla getur haft á börn og unglinga.

Notast er við hugarkort og söguborð við hönnun tölvuleikja auk þess sem þrívíða forritunarumhverfið Alice er notað við gerð leikjanna. Afar skemmtilegt námskeið sem á eftir að nýtast vel í starfi með nemendum.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page