Stóra-Upplestrarkeppnin
Stóra-Upplestrarkeppnin fór fram 16. mars sl. í Patreksskóla. Tólf nemendur tóku þátt, fjórir frá Patreksskóla, fórir frá Tálknafjarðarskóla og fjórir úr Bíldudalsskóla. Þeir nemendur sem komu frá Bíldudalsskóla voru: Tómas Henry Arnarsson, Katrín Una Garðarsdóttir, Þorkell Víkingsson og Þóroddur Víkingsson. Nemendur lásu upp úr Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, fluttu ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og eitt ljóð að auki sem nemendur máttu velja sjálfir. Krakkarnir úr Bíldudalsskóla voru sér og skólanum til sóma og gaman er að geta þess að Þóroddur Víkingsson hlaut fyrsta sætið og Katrín Una Garðarsdóttir annað sæti. Við óskum þeim til hamingju.