Öskudagur
Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í morgun. Nemendur klæddust grímubúningum og tóku þátt í öskudagsfjöri sem skipulagt var að unglingadeild skólans. Þar var farið í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Að því loknu fóru nemendur saman um bæinn og sníktu sér góðgæti.