Heimsókn á leikskólann Tjarnarbrekku
Nemendur á yngstastigi Bíldudalsskóla heimsóttu nemendur á leikskólanum Tjarnarbrekku í morgun. Þeim var skipt niður á sex skemmtilegar stöðvar þar sem þau gátu leirað, leikið með kubba, farið í búningaleik og fleira. Þökkum nemendum á Tjarnarbrekku kærlega fyrir boðið, alltaf skemmtilegt að vera saman.