Þorrablót

06.02.2017

Nemendur í Bíldudalsskóla héldu þorrablót í dag að viðstöddum gestum. Dagskráin samanstóð af verkefnakynningu nemenda, söng og dansi. Yngsta stigið las söguna um Búkollu og sýndi myndskreytta risabók sem þau höfðu gert. Miðstigið tók þjóðsönginn í talkór, sýndu upplestur á myndbandi um gömlu mánaðarheitin og veggspjöld um þorramat. Unglingastigið útbjó veggspjöld með hetjum úr Íslendingasögunum sem 10. bekkur kynnti og svo bökuðuð þau hveitikökur. Að lokum dönsuðu allir „kokkinn“ undir harmonikkuleik Jóns Ingimarssonar en Gísli Ægir stýrði söng. Allir gæddu sér svo á dásemdar þorramat að skemmtidagskrá lokinni.

 

 

Please reload

Nýlegar fréttir
Please reload

Flokkun
Please reload

Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is