top of page

Kynning á veiðarfærum

Í dag fengu nemendur á yngsta stigi skemmtilega heimasókn í tengslum við verkefni um hafið og fjöruna. Bjössi pabbi Mardísar Ylfu í 1. bekk kom í heimsókn og fræddi nemendur um veiðarfæri og sjómennskuna.

Nemendur fengu að skoða veiðafæri eins og s.s. net, skak-króka, króka sem notaðir voru til að veiða smokkfisk hér áður fyrr. Auk þess sýndi hann þeim hvernig á gera við net sem komið hefur gat á og hvernig band er splæst saman. Nemendur fengu síðan að spreyta sig sjálfir í krakka-splæsi.

Við þökkum Bjössa kærlega fyrir skemmtilega og fræðandi heimsókn.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page