top of page

Bíldudalsskóli 1966-2016

Bíldudalsskóli hélt uppá 50 ára afmæli „nýja“ skólans með pompi og prakt föstudaginn 18. nóvember milli kl. 10 og 12. Dagskráin byrjaði á því að skólastjóri bauð alla velkomna, þá flutti Jörundur Garðarsson kveðju frá fyrsta skólastjóra í núverandi byggingu Pétri Bjarnasyni og fór stuttlega yfir sögu skólahalda á Bíldudal. Bæjarstjóri Vesturbyggðar flutti einnig kveðju og færði Bíldudalsskóla fh. Vesturbyggðar afmælisgjöf sem nemendur og starfsfólk ráðstafa í þágu nemenda. Þá færði Guðbjörg Theódórs skólanum gjafabréf að upphæð 50.000.- kr. fyrir hönd Slysavarnardeildarinnar Gyðu á Bíldudal og að þessu loknu spilaði lúðrasveit Tónlistarskóla Vesturbyggðar undir stjórn Marte Engelseen Strandbakken.


Gestum var boðið uppá súkkulaðiköku og kaffi, skoða skólann, skólastarf nemenda, gamlar myndir og Vorboða. Bíldudalsskóli þakkar öllum sem komu fyrir hlýhug í garð skólans, góðar kveðjur og stundir.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page