top of page

Vinavika

Vinavika var haldin í skólanum daganna 7. – 10. nóvember. Markmið vikunnar er m.a. að vinna gegn einelti en baráttudagur gegn einelti var 8. nóvember.

Vikan fer þannig fram að hver nemandi dregur einn leynivin. Nemendur senda síðan fallega kveðju til síns vinar eða skiptast á litlum gjöfum. Á miðvikudaginn unnu allir nemendur saman eitt stórt verkefni sem táknar samheild allra í skólanum.

Á lokadeginum komu allir nemendur skólans saman og haldin var vinastund. Sungið var vináttu lag ásamt því að uppljóstra um hver eigi hvaða leynivin. Nemendur gáfu sínum leynivin æðibita þar sem öll erum við æði.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page