Fjármálafræðsla
Nemendur í 9. og 10. bekk fengu fjármálafræðslu á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir skólaheimsóknum í 10. bekki með námsefni um fjármál - Fjármálavit. Námefnið er þróað í samstarfi við kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum. Allir grunnskólar á landinu fengu boð um heimsókn þar sem starfsfólk aðildarfélaga samtakanna koma inn í skólastofu og vinna verkefni með nemendum. Engin tenging er við vörumerki einstakra fjármálafyrirtækja og eingöngu er notast við bréfsefni og merki Fjármálavits. Á síðasta skólaári fengu 3700 nemendur í 10. bekk á öllu landinu heimsókn frá Fjármálaviti og unnu verkefni úr námsefninu.
Það var sérlega ánægjulegt að nemendur úr Tálknafjarðarskóla voru með okkur á námskeiðinu en Sigríður Birgisdóttir sá um fræðsluna. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
