Forsetaheimsókn
Okkur hlotnaðist sá heiður að fá forseta Íslands og frú í heimsókn í Bíldudalsskóla. Nemendur leikskólans og yngsta stigs sungu þrjú lög og lúðrasveit Tónlistarskóla Vesturbyggðar spiluðu. Þegar forsetahjónin höfðu skoðað skólann og fengið kynningu á honum ræddi forsetinn við nemendur. Það voru ýmsar spurningar sem hann fékk, eins og af hverju áttu svona flottan bíl? Hver er uppáhalds knattspyrnukonan þín? Hver heldur þú að vinni ensku deildina? Að loknum spurningum fengu allir sem vildu spjalla óformlega við forsetann og taka myndir eða sjálfu. Bíldudalsskóli þakkar forsetahjónunum kærlega fyrir komuna og afar ánægjulega heimsókn.