top of page

Norræna skólahlaupið

Nemendur í Bíldudalsskóla hlupu Norræna skólahlaupið í blíðskaparveðri í morgun. Markmið með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu. Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Þrjár vegalengdir voru í boði, 2,5 km., 5 km. og 10. km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page