Verum ástfangin af lífinu
Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur á mið- og unglingastigi á mánudaginn. Hann talaði við nemendur á unglingastigi um að þau leggi sig fram og beri ábyrgð á sinni vegferð og séu flottir karakterar.
Á miðstigi fjallaði Þorgrímur um sterka liðsheild — hvað getum við lært af landsliðinu í fótbolta. Nemendur fengu að skyggnast á bak við tjöldin hjá íslenska landsliðinu en Þorgrímur hefur unnið með liðinu í 10 ár. Hann rökstuddi það að hver bekkur eigi að vera sterk liðsheild og tala um þjálfara/kennara, fyrirliða/leiðtoga og nefndi dæmi þess að nemendur geti náð
frábærum árangri með því að hjálpast að og sýna samstöðu.
Bíldudalsskóli þakkar Þorgrími Þráinssyni kærlega fyrir komuna en myndirnar sem fylgja fréttinni tók Þorgrímur og birti á facebook síðunni Verum ástfangin af lífinu.
EndFragment