top of page

Fundur með læsisráðgjöfum

Miðvikudaginn 21. september koma læsisráðgjafar frá Menntamálastofnun og funda með foreldrum og kennurum. Það sem verður farið yfir á fundinum er m.a.:

  • Hvað er læsi og að geta lesið sér til gagns?

  • Þróun læsis frá upphafi leikskóla til lok grunnskóla.

  • Aðferðir til að efla lesskilning.

  • Ráðleggingar til foreldra um hvernig þeir geti stuðlað að farsælu læsisnámi barna sinna.

Fundurinn er fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna og hefst hann kl. 20:00 í Bíldudalsskóla miðvikudagskvöldið 21. september. Foreldrar eru eindregið hvattir til að mæta enda afar mikilvægt og brýnt viðfangsefni.

Nýlegar fréttir
Flokkun
Fylgdu okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page