Haustfundur og námsgagnakynning
Í gær komu foreldrar saman á haustfund og námsgagnakynningu Bíldudalsskóla. Fundurinn var vel sóttur en meðal annars var farið yfir helstu áhersluþætti vetrarins, s.s. valgreinar, mentor, heilsueflandi skóla, grænfánann, heimasíðu og foreldrafélag. Eftir fundinn bauðst foreldrum að kynna sér námsgögn nemenda og nýtt einkunnakerfi þar sem lögð er áhersla á hæfni nemenda.
Við þökkum foreldrum fyrir góða mætingu og áhugaverðar umræður.
