Bíldudals bingó
Fimmtudaginn 1. september komu þeir Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson í heimsókn til okkar og lásu fyrir okkur upp úr bókinni sinni Bíldudals bingó, sem segir frá uppvaxtarárum þeirra hérna á Bíldudal. Þeir félagar sögðu okkur margar skemmtilegar sögur um það sem þeir brölluðu dags daglega sem litlir strákar og var það mjög skemmtileg heimsókn.
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna!
