top of page
SAMSTARF VIÐ LEIK- OG FRAMHALDSSKÓLA
Samstarf við leikskóla - Brúum bilið

Helstu markmið samstarfsins og tengsla milli skólastiganna er að skapa samfellu í námi barnanna og koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Tengja skólastigin saman og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau flytjast milli skólastiga. Þá er einnig markmið að þróa og efla faglegt lærdómssamfélag kennara á báðum skólastigum, byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara á hvoru skólastigi. Þá er einnig mikilvægt að skapa farveg fyrir upplýsingar milli skólastiga og efla upplýsingaflæði (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Markmið dregin saman:

  • Tengja skólastigin saman

  • Skapa samfellu í námi og kennslu nemenda á báðum skólastigum

  • Stuðla að vellíðan og öryggi barna við flutning úr leiksskóla í grunnskóla

  • Byggja upp gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara á báðum skólastigum

  • Skapa farveg fyrir upplýsingaflæði milli skólastiga

Samkvæmt lögum um leik- og grunnskóla ber sveitarfélögum skylda til að koma á samstarfi á milli leik- og grunnskóla. Mikilvægi þess að hafa samfellu í skólagöngunni byggist á því að reynsla og nám á fyrri skólastigum nýtist á þeim næstu. Þegar börn byrja í grunnskóla þarf að byggja á fyrra námi og reynslu þeirra úr leikskólanum, það er sú hæfni sem nemendur öðlast í leikskóla sem er grunnurinn sem byggt er á í grunnskóla.

Þegar barn lýkur leikskóla liggja fyrir ýmis konar upplýsingar um börnin sem gert er ráð fyrir að fylgi þeim í grunnskólann. Með því að láta upplýsingar fylgja er tryggt að byggt verði fyrra námi og reynslu leikskólabarnanna þegar þau koma í grunnskólann og aðlögunin verði eins og best sé á kosið. Að sjálfsögðu eru foreldrar í lykilhlutverki hvað upplýsingagjöf um leikskólagöngu varðar og mikilvægir tengiliðir milli skólanna.

 

Tengsl leik- og grunnskóla er samstarfsverkefni foreldra og kennara beggja skólastiga þar sem hagsmunir barnsins eru hafðir að leiðarljósi. Kennarar á báðum skólastigum þurfa að kynna sér nám og starfsaðferðir hvers annars þannig að börn upplifi samfellu milli skólastiga. Líta ber á síðasta ár barna í leikskóla og fyrsta ár þeirra í grunnskóla sem mikilvægan þátt í ævimenntun barna. Brúum bilið áætlunin er til þess gerð að tryggja sameiginlegar áherslur beggja skólastiga samkvæmt aðalnámskrá sem og ákvarðanir um verkferla og ábyrgð á framkvæmdinni.

Áætlunina veturinn 2015-2016 fyrir Brúum bilið í heild sinni er að finna hér

Samstarf við framhaldsskóla - Fjölbrautarskóli Snæfellinga

Meðal meginatriða núverandi menntastefnu er aukið svigrúm, sveigjanleiki og samfella á milli skólastiga og innan hvers skólastigs. Helstu markmið samstarfs og tengsla milli skólastiga eru að skapa samfellu í námi nemenda, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu námsins.​

Náms- og starfsráðgjafi ásamt aðstoðarskólameistara FSN heimsækir unglingastig Bíldudalsskóla, kynnir skólann og námsframboð hans. Þá er foreldrum og nemendum einnig boðið á kynningarfund á Patreksfirði.

bottom of page