BÍLDUDALSSKÓLI
Samskipti - Samvinna - Sköpun
NEMENDAVERNDARRÁÐ
Nemendaverndarráð starfar eftir reglugerð frá menntamálaráðuneytinu
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs.
Reglugerðina í heild sinni má finna hér.
Skipan nemendaverndarráðs í Bíldudalsskóla 2019-2020
Skólastjóri, umsjónaraðili kennslu nemenda með sérþarfir, fulltrúi skólaheilsugæslu, fulltrúi sérfræðiþjónustu sveitarfélags og náms- og starfsráðgjafi. Einnig geta fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélags og barnaverndaryfirvöldum tekið þátt í starfi nemendaverndarráðs þegar tilefni er til sem og aðrir aðilar er snúa að viðkomandi, eftir atvikum.
Fundartími
Nemendaverndarráð fundar einu sinni í mánuði, þriðja fimmtudag hvern mánaðar ef þörf er á.
Vísun mála til nemendaverndarráðs
Umsjónakennari skal vísa málefni nemenda skriflega til nemendaverndarráðs á þar til gerð eyðublöð. Þá geta fulltrúar í nemendaverndarráði haft frumkvæði að því að mál einstakra nemenda séu tekin upp. Starfsfólk skóla, foreldrar, nemendur og fulltrúar sérfræðiþjónustu skólans geta einnig óskað eftir því við skólastjóra eða fulltrúa hans í nemendaverndarráði að mál einstakra nemenda eða nemendahópa verði tekin fyrir í ráðinu. Nota skal tilvísunarblað sem er að finna hér.
Ávallt skal upplýsa foreldra um að máli barna þeirra sé formlega vísað til skólastjóra eða nemendaverndarráðs og leita eftir samstarfi við foreldra um lausn mála eftir því sem framast er kostur.
Tilkynning skal berast foreldrum/forráðamönnum með, a.m.k. 24 klukkustunda fyrirvara.