BÍLDUDALSSKÓLI
Samskipti - Samvinna - Sköpun
NEMENDARÁÐ
10. gr. grunnskólalaga fjallar um nemendafélag og kemur eftirfarandi fram:
Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr.
Ákveðið var að breyta til varðandi kosningu í nemendaráð þ.e. að stjórnin sé ekki endilega unglingastig þar sem ekki er neinn 10. bekkur í ár og aðeins 4 nemendur í 8.-9.b. . Ákveðið var í staðinn að einn úr hverjum árgangi í 5.-9. bekk sitji í stjórn nemendaráðs í vetur og til að allir þeir sem hafa áhuga á að sitja í nemendaráði fái að gera það, munum við skipta um fulltrúa eftir ca. tvo mánuði. Ráðið mun funda reglulega með skólastjóra og halda fundargerð.
Breytingar gerðar á nemendaráði veturinn 2022-2023. Ákveðið var að velja tvo nemendur af miðstigi og tvo af unglingastigi til að sitja í nemendaráði í vetur. Skipt verður um fulltrúa á hverjum skólavetri svo allir sem vilja fái tækifæri til að sitja í nemendaráði. Ráðið mun funda reglulega í vetur með deildarstjóra.
Nemendaráð Bíldudalsskóla skólaárið 2022-2023:
Védís Eva Elfarsdóttir, 8.b. formaður
Ísabella Guðrún Arnarsdóttir, 9.b. ritari
Steffan Lucian Nordli, 7.b. meðstjórnandi
Gunnar Nökkvi Elfarsson, 6.b. meðstjórnandi
Fundagerðir nemendaráðs:
1. fundur, 29. september 2016