top of page
HEIMANÁM

Heimanám er samvinnuverkefni skóla, foreldra og nemenda og jafnframt mikilvægur hluti af námi nemenda. Með heimanámi fá foreldrar gott tækifæri til að fylgjast náið með námi barna sinna. Áhugi foreldra, aðstoð og hvatning er mjög mikilvæg og getur skipt sköpum um árangur nemenda í skóla. Það er mikilvægt að sýna barninu áhuga og spyrja hvað sé verið að gera í skólanum. Þannig stuðla þeir að betri námsárangri barna sinna. Sumir nemendur læra heima án aðstoðar en aðrir þurfa hjálp og hvatningu. Þess vegna er nauðsynlegt að skapa sem bestar aðstæður og næði fyrir heimavinnu nemenda auk þess að stuðla að því að börn læri að temja sér góðar vinnuvenjur. Heimanám getur verið indæll tími með barninu og kjörið tækifæri til að tala saman.

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla bera foreldrar ábyrgð á því að börn þeirra sinni því heimanámi sem skólinn og foreldrar hvers einstaks barns hafa orðið ásátt um og að frístundastarf og annað starf utan skóla komi ekki niður á námi barnanna.

Í Bíldudalsskóla er stefnan varðandi heimanám að:

  • Námið sé skipulagt þannig að nemendur hafi tækifæri til að ljúka heimanáminu að mestum hluta í skólanum

  • Lögð er áhersla á heimalestur á öllum stigum.

  • Góð samvinna milli heimilis og skóla sé höfð í fyrirrúmi.

bottom of page