top of page
Foreldrafélag

Við Bíldudalsskóla starfar foreldrafélag en á aðalfundi þess þann 6. nóvember 2017 var kosið í stjórn félagsins.

Sameinað félag foreldra í leik- og grunnskóla Bíldudals

 

Samþykkt að vera sameiginlegt félag.
Ákveðið að búa til sameiginlegan Facebookhóp

 

Stjórnina tímabilið 2022-2023 skipa:

Formaður: Valdimar Bernódus Ottósson
Gjaldkeri: Elfar Steinn Karlsson

Meðstjórnendur: 

Fulltrúar foreldra- og skólaráðs: Ioana Nordli og Emilía Sara Húnfjörð Bjarnadóttir

Foreldrafélagið skiptir með sér umsjón með einstaka viðburðum á vegum félagsins.

 

Hefðbundnir viðburðir:


Jólasúkkulaði: Tendrun jólatrés, kaup á efni, sem er styrkt af Vesturbyggð og halda viðburð í samráði við Vesturbyggð.

Jólaföndur: Ákveða hvað á að föndra , eitthvað við allra hæfi, kaupa efni og finna tímasetningu, hafa kakó og piparkökur(kaupa?). 

Jólagjafir og sveinar fyrir leikskólann: Gjafir frá sveinka og tala við jólasveina fyrir jólaball leikskólans og litlu jólin. 

Jólatrésskemmtun: Kaupa veitingar, gera heitt súkkulaði, fá forsöngvara, auglýsa, skreyta, raða upp í sal, bóka húsið.

Grímuball: Ákveða pizzur eða samlokur. Fá pizzaofn, panta pizzubotna, álegg, gos, svalar og nammi. Tunna, miðar og pennar, tónlist og marsering. Kaupa verðlaun. Ákveða tíma og panta húsið. Panta húsið kl 17:00.

Páskabingó: Leita eftir styrkjum eða gjöfum til vinninga, kaupa nokkur páskaegg í verðlaun og aukaverðlaun. Panta húsið tímanlega, athuga með aukaspjöld. Ágóði fer í sjóð foreldrafélagsins.

Árshátíð Grunnskólans: Fá foreldra til að baka, rukka inn aðgangseyri sem fer í sjóð foreldrafélagsins.
 

Sveitaferð: 
Kaupa pylsur, meðlæti og djús. Tala við sveitunga um móttöku og tímasetningu.

Opið hús leikskólinn: Sjá um kaffi og meðlæti annað hvort kaupa eða fá foreldra til að baka.​

Mjög mikilvægt er að allir hjálpast að í öllum viðburðum. Minna hvort annað á og hjálpa hverju öðru að gera hvern viðburð sem skemmtilegastan, þetta er auðvitað gert fyrir barnið þitt.
bottom of page