29.03.2017

Nemendur Bíldudalsskóla bjóða foreldrum/forráðamönnum á danssýningu, fimmtudaginn 30. mars kl. 12:35 í íþróttahúsinu Byltu. Nemendur sýna afrakstur dansnámskeiðs sem hefur verið  undanfarna daga undir styrkri stjórn Jóns Péturs.

Hlökkum til að sjá ykkur.

28.03.2017

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi sem gott er að hafa í huga. Umferðarfræðsla í grunnskólum ber mestan árangur þar sem gott sams...

22.03.2017

Nemendur í miðdeild lesa nú bókina Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson.  Bókin hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992.  

Íslenskur menningararfur er að verulegu leyti bundinn bókum og þess vegna kynnast nemendur honum best með lestri ýmiss konar bókmennta....

21.03.2017

Í dag fóru tveir kennarar Bíldudalsskóla á grunnnámskeið í forritun. Þar fengu þátttakendur innsýn í heim tækninnar og möguleika hennar í gegnum leikjaforritun. Markmið námskeiðsins er

að þátttakendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar og þeim jákvæðu áhrifum s...

17.03.2017

Stóra-Upplestrarkeppnin fór fram 16. mars sl. í Patreksskóla.  Tólf nemendur tóku þátt, fjórir frá Patreksskóla, fórir frá Tálknafjarðarskóla og fjórir úr Bíldudalsskóla.  Þeir nemendur sem komu frá Bíldudalsskóla voru: Tómas Henry Arnarsson, Katrín Una Garðarsdóttir,...

17.03.2017

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er á næsta leiti og þriðjudaginn 4. apríl næstkomandi hvetjum við alla til að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einhverfra barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um heim allan. Líkt og undanfa...

14.03.2017

Nemendur á mið-og unglingastigi fengu skemmtilega heimsókn í dag.  Þýskubíllinn sem er á leið sinni um landið kom við í Bíldudalsskóla. Tilgangurinn með heimsókninni er að vekja áhuga á þýsku og þýskri menningu.  Nemendur fengu að spreyta sig í þýsku, horfðu á skemmtil...

13.03.2017

Stóra upplestrarkeppnin í Vesturbyggð og Tálknafirði verður haldin í Sal Patreksskóla fimmtudaginn 16.mars kl 17.00. Ykkur er hér með boðið að koma og taka þátt í hátíðinni með okkur. Allir eru velkomnir.

01.03.2017

Öskudagurinn var haldinn hátíðlegur í skólanum í morgun. Nemendur klæddust grímubúningum og tóku þátt í öskudagsfjöri sem skipulagt var að unglingadeild skólans. Þar var farið í leiki og kötturinn sleginn úr tunnunni. Að því loknu fóru nemendur saman um bæinn og sníktu...

Please reload

Eldri fréttir
Please reload

Fréttasafn
Please reload

Fylgdu okkur!
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square

Bíldudalsskóli - Dalbraut 2 - 465 Bíldudal - 450 2334

bildudalsskoli@vesturbyggd.is

© 2016 Bíldudalsskóli

  • w-facebook

Tjarnarbrekka - Tjarnarbraut 11 - 465 Bíldudal - 450 2334

tjarnarbrekka@vesturbyggd.is